31. maí 2017
Húnavaka 2017 komin út
Húnavaka, héraðsrit USAH, er komið út. Efni þessa 57. árgangs ritsins er fjölbreytt að vanda,
Húnavökunni verður dreift inn á hvert heimili í A-Hún, þriðjudaginn 30.maí og miðvikudaginn 31.maí.
Bókin verður einnig til sölu í verslunum á svæðinu eftir helgi en einnig er hægt að panta hana með því að senda tölvupóst á usah540@simnet.is
Útgáfa ritsins er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Ritstjóri er Ingibergur Guðmundsson.
Í ritnefnd eru Jóhann Guðmundsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Magnús B. Jónsson, Páll Ingþór Kristinsson, Unnar Agnarsson og Þórhalla Guðbjartsdóttir.
Þökkum við þeim innilega fyrir óeigingjarnt starf við gerð Húnavökunnar.