03. nóvember 2015
Verndum þau námskeið
Haldið 29. október
Síðastliðinn fimmtudag hélt USAH námskeiðið Verndum þau í samstarfi við UMFÍ og Æskulýðsvettvanginn. Þorbjörg Sveinsdóttir, með M.Sc. í sálfræði og hefur unnið hjá Barnahúsi í fjölda ára hélt námskeiðið og á því var fjallað um vanrækslu barna, andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi, hver einkenni geta verið um að barn sé að upplifa eitthvað af þessu og hvernig best sé að bregðast við því. Mættu rúmlega 40 manns á námskeiðið sem vel fór fram.